15.10.1984
Neðri deild: 3. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 226 í B-deild Alþingistíðinda. (66)

Umræður utan dagskrár

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Ég hafði nú ekki beðið um orðið, en ég sé fulla ástæðu til þess að þakka hæstv. menntmrh. fyrir svör hennar og þá skilmerkilegu lýsingu sem hún gaf hér á vinnuskyldu grunnskólakennara og framhaldsskólakennara. Ég fagna því að hæstv. fjmrh. hefur dregið ummæli sín til baka, sem hann viðhafði um vinnuskyldu kennarastéttarinnar, og að hann hefur beðist afsökunar á þeim ummælum. Ég tel hann mann að meiri á eftir.