13.11.1984
Sameinað þing: 19. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 956 í B-deild Alþingistíðinda. (661)

71. mál, heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar

Forsrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Aðeins stutt aths. Eins og fram kemur í því þskj. sem fylgdi afgreiðslu stjórnarskrárbreytingar í tengslum við kosningalögin kemur skýrt fram að þingflokkarnir samþykkja að setja á fót umrædda nefnd. Ég skýrði frá því áðan, þar sem því var beint til mín í umr. að nefndin hæfi störf sem fyrst, að ég ræddi við formenn allra þingflokkanna, fékk tillögur um menn í nefndina og sat einn fund með henni. En ég lít svo á að hún sé á vegum þingflokkanna.