13.11.1984
Sameinað þing: 19. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 956 í B-deild Alþingistíðinda. (662)

71. mál, heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Það er rétt að hér komi fram að ég hef hvorki drepið þessa nefnd með málgleði eða á annan veg. Hitt er rétt að ég hef haft meira að segja um byggðamál en aðrir menn í nefndinni og skyldi engan undra. Það sem mest stendur nefndinni fyrir þrifum er að hver þingflokkur fyrir sig fékk sínum nefndarmönnum ekkert veganesti að því er virðist. satt best að segja hefur álit mitt á niðurstöðunum ekkert breyst frá því sem ég sagði hér áðan.