13.11.1984
Sameinað þing: 19. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 958 í B-deild Alþingistíðinda. (667)

91. mál, launakjör kvenna og karla

Forsrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Ég legg á það áherslu að fá tillögur Þjóðhagsstofnunar um framhald þessa verks svo að unnt verði að fá fjárveitingu á fjárlögum næsta árs. Ég vil aðeins taka það fram að ég lít svo á að þessari könnun sé reyndar hrundið af stað nú þegar, því að það er verið að vinna þarna mjög mikilvægt undirbúningsstarf og þaðan koma ákveðnar upplýsingar sem eru væntanlega einhvers virði.

En mín niðurstaða er sú, að þessu verki eigi að ljúka eins fljótt og frekast er unnt.