13.11.1984
Sameinað þing: 19. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 976 í B-deild Alþingistíðinda. (688)

114. mál, Greiningastöð ríkisins

Fyrirspyrjandi (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. félmrh. fyrir svarið við fsp. minni. Það er greinilegt að þetta mál kemur hér til meðferðar á hv. Alþingi núna næstu daga og þá verður hægt að taka afstöðu til þess. Ég mun leggja áherslu á það fyrir mitt leyti, að svo miklu leyti sem ég kem nálægt þessu máli, að meðferð þáltill. verði hraðað, enda geri ég þá ráð fyrir að hún sé í góðu samræmi við bráðabirgðaákvæði laganna. Jafnframt því sem ég þakka ráðh. fyrir svörin vil ég ítreka fsp. hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hún bar hér fram áðan varðandi stöðuheimildir í greiningarstöðinni, og vænti þess að hæstv. ráðh. sjái sér fært að svara henni núna þegar í þessum fsp.-tíma.