16.10.1984
Sameinað þing: 5. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 246 í B-deild Alþingistíðinda. (85)

Beiðni um að frastað verði stefnuræðu forsrh.

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Forseta hefur borist svohljóðandi bréf:

„Alþingi 16. okt. 1984. Hér með er þess farið á leit að frestað verði stefnuræðu forsrh. og ræðan verði síðar flutt í samráði við formenn þingflokka.

Steingrímur Hermannsson.“

Til þess að verða við þessari beiðni þarf að leita afbrigða. Það er leitað afbrigða frá 2. mgr. 52. gr. laga um þingsköp Alþingis, þar sem segir að innan tveggja vikna frá þingsetningu skuli útvarpa stefnuræðu forsrh. og umr. um hana, en eftirrit af ræðunni skuli afhent þingmönnum sem trúnaðarmál eigi síðar en viku áður en ræðan er flutt.

Er farið fram á að fresta flutningi ræðunnar samkvæmt nánara samkomulagi forsrh. og formanna þingflokka.