26.11.1984
Neðri deild: 15. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1284 í B-deild Alþingistíðinda. (865)

99. mál, kirkjusóknir

Landbrh. (Jón Helgason):

Herra forseti. Ég þakka hv. menntmrn. fyrir afgreiðslu á þessu máli. Ég mun ekki gera aths. við þær brtt. sem nefndin hefur orðið sammála um að flytja. Mig langar þó að láta í ljós þá skoðun mína að ég er í vafa um að sú breyting sem nefndin leggur til á 22. gr. sé til bóta. Eins og greinin er orðuð í frv. er gert ráð fyrir að safnaðarfulltrúar séu kosnir af sóknarnefnd. Nefndin leggur hins vegar til að þetta verði óbreytt frá þeirri skipan sem nú er, að það séu safnaðarfundirnir sem kjósa safnaðarfulltrúa. Með því fyrirkomulagi sem lagt er til í frv. held ég að þetta hefði tengt sóknarnefndirnar betur saman.

En eins og ég sagði mun ég ekki gera ágreining um þetta atriði, enda er um að ræða óbreytt ástand frá því sem nú er sem nefndin leggur þarna til.