28.11.1984
Sameinað þing: 26. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1363 í B-deild Alþingistíðinda. (892)

Rannsókn kjörbréfs

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Til forseta Sþ. hefur borist svohljóðandi bréf:

“Alþingi, 26. nóv. 1984.

Formaður þingflokks Framsfl. hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem Ólafur Þ. Þórðarson, 5. þm. Vestf., mun ekki geta sótt þingfundi á næstunni vegna veikinda leyfi ég mér skv. beiðni hans með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna forfalla 1. varamanns taki 2. varamaður Framsfl. í Vestfjarðakjördæmi, Magdalena Sigurðardóttir, Ísafirði, sæti á Alþingi í forföllum hans“.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti, með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ingvar Gíslason,

forseti Nd.

Þessu fylgir svohljóðandi bréf til skrifstofustjóra Alþingis:

„Ísafirði, 25. nóv. 1984.

Ég undirritaður Magnús Reynir Guðmundsson, Skipagötu 2, Ísafirði, hef sem 1. varamaður á lista Framsfl. í Vestfjarðakjördæmi verið beðinn að taka sæti á Alþingi í veikindaforföllum Ólafs Þ. Þórðarsonar. Af persónulegum ástæðum get ég ekki tekið sæti nú og legg því til að 2. varamaður Framsfl. í Vestfjarðakjördæmi, Magdalena Sigurðardóttir, Seljalandsvegi 38, Ísafirði, taki sæti í forföllum Ólafs.

Virðingarfyllst.

Magnús Reynir Guðmundsson.“

Hér fylgir kjörbréf Magðalenu Sigurðardóttur og þarf að rannsaka það. Vil ég því biðja hv. kjörbréfanefnd að taka kjörbréfið til meðferðar. á meðan verður fundinum frestað í 5 mínútur. — [Fundarhlé.]