12.12.1985
Efri deild: 28. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1443 í B-deild Alþingistíðinda. (1110)

168. mál, Aflatryggingarsjóður sjávarútvegsins

Sjútvrh. (Halldór Ásgrímsson):

Virðulegi forseti. Ég tel að það nafn sem Aflatryggingasjóður ber sé fullkornlega viðeigandi og ég tel það afar slæmt að þm. skuli í fljótræði bera fram till. um að breyta nafni Aflatryggingasjóðs sjávarútvegsins og á honum að skilja að það sé e.t.v. gert í háðungarskyni. Það er mjög til siðs að tala um að það sé óeðlilegt að færa fé í milli og það er talað um millifærslur í háðungarskyni.

Ég teldi það afar alvarlegt ef væri farið að breyta því virðulega nafni sem Aflatryggingasjóður ber. Það hefur verið verulegur aflabrestur í landinu. Það sem hefur hins vegar gerst er að hér er um almennar bætur að ræða en ekki sérstæðar og ættu því að vera meira í anda þess, sem flokkur hv. þm. Stefáns Benediktssonar hefur boðað, að það ættu ekki að vera sérstæðar millifærslur heldur almennar millifærslur. Ég teldi það mjög slæmt ef yrði farið að breyta þessu ágæta og virðulega nafni þessa sjóðs sem starfar í húsakynnum Fiskifélags Íslands.