12.12.1985
Neðri deild: 26. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1476 í B-deild Alþingistíðinda. (1148)

145. mál, stjórn fiskveiða

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Við 1. umr. þessa máls lýsti ég meginafstöðu til þessa frv. sem ég tel vera breytingu til bóta frá því sem var fyrir ári, en þá greiddi ég atkvæði á móti þeirri veiðistjórnun sem þar var lögfest. Ég hef áfram fyrirvara við ákveðna þætti þessa máls og mun sitja hjá við atkvæði um vissar greinar. Ég er hins vegar í grundvallaratriðum hlynntur þeirri stjórnunaraðferð sem hér um ræðir og segi því já.