12.12.1985
Neðri deild: 26. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1476 í B-deild Alþingistíðinda. (1149)

145. mál, stjórn fiskveiða

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég tel að kvótakerfið hafi verið lagfært verulega frá því sem var í upphafi. Engu að síður eru enn á því veigamiklir vankantar sem hugsanlega má sníða af að nokkru við útgáfu reglugerðar sem gefa ber út í samráði við sjútvn. þingsins. Þrátt fyrir þær lagfæringar sem gerðar hafa verið á frv. tel ég eðlilegast að ríkisstj. beri alla ábyrgð á þessu máli og greiði því ekki atkvæði.