14.12.1985
Efri deild: 30. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1620 í B-deild Alþingistíðinda. (1231)

194. mál, nefnd til að kanna viðskipti Útvegsbanka Íslands og Hafskips hf.

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Áður en ég gef hv. 5. landsk. þm. orðið vil ég að gefnu tilefni leyfa mér að minna hv. þdm. á það markmið, sem var samkomulag um hér, að reyna að ljúka þessum fundi og jafnframt þessum tveimur dagskrármálum, sem sérstaklega voru tilgreind hér áður en þessi umræða hófst, þ.e. þessu máli og 9. dagskrármálinu, ekki löngu seinna en kl. 1. Nú er þessi fundartími liðinn og enn höfum við ekki lokið umræðunni. Ég vænti þess að hv. þdm. séu mér sammála um að við getum ekki slitið fundi með þessum hætti. Við verðum að standa við það samkomulag sem við gerðum og reyna að taka einnig fyrir 9. málið. Vil ég biðja hv. þdm. að hafa í huga þegar þeir flytja sitt mál að fara ekki út fyrir efnið meira en brýn nauðsyn krefur.