14.12.1985
Neðri deild: 30. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1633 í B-deild Alþingistíðinda. (1272)

150. mál, sóknargjöld

Landbrh. (Jón Helgason):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til l. um breyting á lögum um sóknargjöld sem samþykkt voru á síðasta þingi.

Í lögunum er ákvæði um að þau skuli taka gildi um næstu áramót. Samkvæmt ábendingum ríkisskattstjóra væri æskilegra að fá skýrari ákvæði um að heimilt sé að leggja á sóknargjöld á næsta ári miðað við tekjur á árinu 1985. Þetta frv. er flutt til að taka af öll tvímæli um þetta, eins og hv. Alþingi vissulega ætlaðist til að gert yrði. Ég vænti þess að þetta mál geti fengið greiða afgreiðslu hér í hv. deild eins og það var afgreitt frá Ed. á þskj. 259.

Ég legg til að að lokinni þessari umræðu verði frv. vísað til 2. umr. og hv. menntmn.