16.12.1985
Neðri deild: 31. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1674 í B-deild Alþingistíðinda. (1300)

174. mál, heilbrigðisþjónusta

Frsm. (Ólafur G. Einarsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. heilbr.- og trn. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 110/1984, um breytingu á lögum nr. 59/1983, um heilbrigðisþjónustu.

Nefndin hefur athugað frv. og mælir með að það verði samþykkt óbreytt eins og fram kemur á nál. á þskj. 275, en ég vil geta þess að þrír nm. skrifa undir með fyrirvara.

Við höfðum sams konar mál til meðferðar á þinginu í fyrra og þá var farið fram á að frestur til að koma á þeirri skipan, sem lögin gera ráð fyrir, í Reykjavíkurlæknishéraði og heilsugæsluumdæmunum í Kópavogi. Garðabæ og Hafnarfirði yrði framlengdur til ársloka 1985. Hliðstætt er farið fram á núna, þ.e. að fresturinn verði lengdur til ársloka 1986. Það gilda í raun og veru alveg sömu rök um þetta mál og fram komu í fyrra og ég sé ekki ástæðu til að endurtaka þau, en ítreka að nefndin mælir með því að frv. verði samþykkt óbreytt og að nokkrir nm. skrifa undir með fyrirvara.