16.12.1985
Neðri deild: 31. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1674 í B-deild Alþingistíðinda. (1301)

174. mál, heilbrigðisþjónusta

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Ég hef undirritað þetta nál. með fyrirvara. Eins og aðstæður eru nú er ekki um annað að tefla en að fresta framkvæmdinni eins og hér er gert ráð fyrir, en í því felst ekki að ég sé í grundvallaratriðum að taka undir að þessu eigi að fresta út í hið óendanlega. Ég veit að um það eru nokkuð skiptar skoðanir hvort menn skuli taka upp þá skipan, sem lögin gera í raun ráð fyrir, hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi menn að gera, a.m.k. á meðan fyrirkomulag er að öðru leyti í landinu eins og það er.

Ég styð þetta frv. með þeim fyrirvara að menn skoði þetta mál nánar og reyni að komast að endanlegri niðurstöðu um hvernig skuli skipa þessum málum og ítreka þá skoðun mína að ég tel að eðlilegast sé að heilbrigðisþjónustan sé með sama hætti um allt land.