16.12.1985
Neðri deild: 31. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1675 í B-deild Alþingistíðinda. (1307)

145. mál, stjórn fiskveiða

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Ég hef lýst þeirri skoðun minni áður, að ég tel að ekki nái nokkurri átt að vera að greiða atkvæði um stjórn fiskveiða á ári hverju og erfitt verði að gera svo öllum líki hverju sinni. Umræður þessar hafa einkennst allt of mikið af sérhagsmunum ákveðinna kjördæma. Eftir stendur að fiskveiðum verður að stjórna. Það má vel vera að þetta frv. leysi ekki allan vanda, en hingað til hef ég ekki heyrt neina þá tillögu sem betri er. Ég segi því já.