16.12.1985
Neðri deild: 31. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1678 í B-deild Alþingistíðinda. (1318)

186. mál, almannatryggingar

Heilbr.- og trmrh. (Ragnhildur Helgadóttir:

) Herra forseti. Ég vil gjarnan skýra þetta. Orðið „getur“ þýðir þarna sama og að viðkomandi hafi heimild til vegna ákvæða almannatryggingalaganna. Það segir sig sjálft að einhverjar aðrar ástæður, sem ekki koma tryggingalögum við, geta hindrað þetta, en gagnvart Tryggingastofnuninni þarf að liggja fyrir ósk móður um þetta. Það er ekki þar með sagt að faðirinn sé skyldugur til að vera heima heldur að ef ósk móðurinnar liggur fyrir hefur Tryggingastofnunin heimild til að greiða föður þennan mánuð ef því er skipta. Það dettur ekki niður rétturinn við það. Hugsum okkur t.d. þríbura sem allir eru veikir, þrjú kornabörn öll veik. Þá segir sig sjálft að annað hvort foreldra þarf að annast þau.

Ég veit ekki hvort þetta nægir sem skýring, en það er ósköp algengt orðalag að það standi: viðkomandi getur þetta og þetta. Það þýðir að þá er heimild til þess vegna annarra ákvæða laganna.