17.12.1985
Sameinað þing: 31. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1772 í B-deild Alþingistíðinda. (1382)

Um þingsköp

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það er ekki heimilt að segja að hv. þm. ljúgi eða ráðherrar. (GHelg: Sannleikurinn liggur þarna, herra forseti.) Það er heldur ekki hægt að skila þingskjölum. Það sem orðið er þingskjal verður þingskjal. En það má benda hv. þm. á það, ef hann er ekki ánægður með svar sem hann fær, að þá er alltaf til athugunar að spyrja aftur.