17.12.1985
Sameinað þing: 31. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1774 í B-deild Alþingistíðinda. (1396)

Um þingsköp

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það hafa verið óvenjumargar athugasemdir í formi umræðna um þingsköp um afgreiðslu á fsp. Það hefur verið orðað svo. En ég hygg að hér sé um að ræða líka eða í flestum tilfellum svör við beiðni um skýrslu.

Með tilliti til þessara umræðna utan dagskrár mætti halda að það væri óvenjuslæmt ástand nú hvað varðar svör við fsp. En það skal upplýst að það er óvenjugott. Það er aðeins fimm fsp. munnlegum ósvarað í dag. Það er óvenjulítið á þessum tíma. Og allar þessar fsp. eru á dagskrá í dag. Þetta þótti rétt að taka fram.