17.12.1985
Sameinað þing: 31. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1774 í B-deild Alþingistíðinda. (1398)

Um þingsköp

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Forseti vill taka undir þau viðhorf sem fram komu í máli hv. 4. þm. Norðurl. e. Það er rétt að það er óvenjumikið núna eða meira en áður um skriflegar fsp. En þó að fyrirspurnir séu skriflegar liggur í hlutarins eðli að það hlýtur að verða að ætlast til þess að þeim sé svarað svo fljótt sem nokkur kostur er og alls ekki verði óeðlilegur dráttur á svörum.