17.12.1985
Sameinað þing: 31. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1775 í B-deild Alþingistíðinda. (1399)

Um þingsköp

Kolbrún Jónsdóttir:

Herra forseti. Ég vil ekki láta hjá líða að minna á fsp. sem liggur nú í landbrn., að mér er tjáð, frá því 5. nóvember. Það er um staðgreiðslu búvara. Nú heyrist í fréttum að búið er að ákveða hversu hárri upphæð verði varið í þessu skyni. Það þarf kannske að koma fyrst á síðum dagblaðanna hvernig þessu fé verður varið og með hvaða hætti áður en ég fæ svar við þessari fsp. Þess vegna vil ég beina því til herra forseta að hann ræði við hæstv. landbrh. um þessa fsp. og hvort ég má vænta þess að fá svör við henni fyrir áramót, áður en fjárlög verða afgreidd, því að hér er um töluverða upphæð að ræða eða milli 400 og 500 millj. kr. Ég beindi þessari fsp. til hæstv. fjmrh., en hann mun hafa vísað henni til hæstv. landbrh.