17.12.1985
Neðri deild: 33. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1823 í B-deild Alþingistíðinda. (1452)

185. mál, iðnráðgjafar

Frsm. (Friðrik Sophusson):

Herra forseti. Hér er lagt til með frv. til l. um breytingu á lögum um iðnráðgjafa að lögin gildi í eitt ár til viðbótar, en í lögunum voru ákvæði þess efnis að þau skyldu falla úr gildi um næstu áramót. Starfandi hefur verið nefnd á vegum iðnrn. til að gera tillögur um hugsanlegar breytingar á þessari löggjöf. Eins og fram kemur í athugasemdum við lagafrv. náðist ekki samkomulag um efnislegar breytingar og þess vegna er nú lagt til að lögin verði áfram í gildi um eins árs skeið. Undir nál., sem er á þskj. 284, skrifa auk mín hv. þm. Páll Pétursson, Guðrún Agnarsdóttir, Svavar Gestsson, Birgir Ísl. Gunnarsson, Gunnar G. Schram og Ingvar Gíslason. Hv. 3. þm. Reykn. Kjartan Jóhannsson tók þátt í afgreiðslu málsins og er því samþykkur, en við leggjum til, eins og kemur fram í nál., að frv. verði samþykkt.

Umr. (atkvgr.) frestað.