18.12.1985
Efri deild: 36. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1825 í B-deild Alþingistíðinda. (1460)

170. mál, tímabundið vörugjald

Stefán Benediktsson:

Virðulegi forseti. Þetta er nú í þriðja sinn sem við fjöllum um sérstakt tímabundið vörugjald í tíð þessarar ríkisstj. Mig langar af því tilefni að spyrja hv. 4. þm. Norðurl. v. hvort ég muni það rétt að stuðningur hans við þessa ríkisstj. hafi að einhverju leyti verið tengdur hugsanlegum breytingum á þessu sérstaka tímabundna vörugjaldi og þá hugsanlega fleiri málum varðandi tolla og hvort hann eigi von á því að þessi ríkisstj. komi því í verk áður en hún fer frá að fullnægja þeim skilyrðum sem hann setti fyrir stuðningi við hana.