18.12.1985
Efri deild: 36. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1825 í B-deild Alþingistíðinda. (1464)

169. mál, tollskrá

Frsm. (Eyjólfur Konráð Jónsson):

Hæstv. forseti. Það er eins með þetta mál og það sem síðast var á dagskrá - hér er um framlengingu að ræða. Málið er einfalt í sniðum. Það varðar húsbyggingar og ég held að allir þekki það. Það bætir samkeppnisaðstöðu innlendra húsaframleiðenda, húshlutaframleiðenda og fjh.- og viðskn., sem rætt hefur málið, er sammála um að nauðsynlegt og sjálfsagt sé að framlengja þetta gjald.