24.10.1985
Neðri deild: 9. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 211 í B-deild Alþingistíðinda. (148)

70. mál, kjaradómur í deilu Flugfreyjufélags Íslands og Flugleiða hf.

Samgrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Formaður samgn. svaraði fsp. þessa hv. þm. Hins vegar liggur svarið fyrir í frv. sjálfu. Þar er hvergi ákvæði um að það eigi að greiða annað kaup en það sem kjaradómur ákveður og það skal miðað við ákvæði kaups og kjara flugfreyja og hafa til viðmiðunar við úrskurð síðastgildandi kjarasamning aðila, almennar kaup- og kjarabreytingar sem orðið hafa síðan hann tók gildi svo og breytingar á launum annarra starfsmanna Flugleiða hf. Það liggur ekkert annað fyrir í þeim efnum. Ef verkfall hefði hins vegar verið væri ekki heldur um neitt kaup að ræða. (JS: Tekur því þá að bíða þangað til 1. desember?) Ja, það verður að bíða eftir kjaradómi. Ég hélt að þm. skildi jafneinfalda hluti og þetta. Þm. hefði átt að veita sér aðeins lengri tíma til lestrar á frv. en ekki lesa hér upp úr bókum á fjórða tíma.