18.12.1985
Efri deild: 37. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1846 í B-deild Alþingistíðinda. (1498)

194. mál, nefnd til að kanna viðskipti Útvegsbanka Íslands og Hafskips hf.

Davíð Aðalsteinsson:

Virðulegi forseti. Aðeins örfá orð. Ég er að sjálfsögðu samþykkur þeirri málsmeðferð sem fjh.- og viðskn. hefur lagt til varðandi þetta mál. En ég stend upp fyrst og fremst vegna 1. brtt. frá fjh.og viðskn., þar sem stendur:

„Við 2. gr. 1. málsl. orðist svo:

Hlutverk nefndarinnar er að kanna hvort um óeðlilega viðskiptahætti hafi verið að ræða í viðskiptum Útvegsbanka Íslands og Hafskips hf. á undanförnum árum eða í viðskiptum Hafskips hf. við aðra aðila.“

Nú læt ég mér ekki til hugar koma að einhverjum nm. hafi dottið það í hug að þetta yrði valkvætt, hvort viðskipti Hafskips og annarra aðila eða Útvegsbanka Íslands og Hafskips yrðu könnuð, þannig að ég held að það væri eðlilegra að hafa þarna „og“ í stað „eða“. Ég bið nefndina að athuga þetta.