18.12.1985
Neðri deild: 34. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1851 í B-deild Alþingistíðinda. (1516)

119. mál, Hitaveita Suðurnesja

Menntmrh. (Sverrir Hermannsson):

Herra forseti. Þetta er með nokkrum ólíkindum. Nú á að fara að bera upp brtt. án þess að þær séu greindar í sundur með greinarmerkjum, hvað þá meira. Ef nú fyrri hlutinn fellur og síðari hlutinn kemur til atkvæða þá er verið að greiða atkvæði um allt annan hlut. Hv. 3. þm. Reykn. er að leggja til að verðjöfnunargjald verði 14% á tímabilinu 1985-1986. Að þessu föllnu er verið að greiða atkvæði um væntanlega óbreytt ákvæði eða ekkert á árinu 1985-1986. Þetta á auðvitað saman og er á misskilningi byggt og út í bláinn að hæstv. forseti láti narra sig svona.