18.12.1985
Neðri deild: 34. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1853 í B-deild Alþingistíðinda. (1525)

150. mál, sóknargjöld

Frsm. (Halldór Blöndal):

Herra forseti. (GHelg: Má ég spyrja þig, forseti, liggur nál. fyrir?) Já, nál. liggur fyrir. (Forseti: Það liggur nál. fyrir á þskj. 296.)

Það er stundum sagt að það eigi að greiða guði það sem guðs er og keisaranum það sem keisarans er. Þetta frv. fjallar um það að sóknargjöld verði lögð á á næsta ári eins og endranær og hefur menntmn. komið saman og athugað frv. gaumgæfilega. Fjarverandi voru hv. þm. Kristín S. Kvaran og Hjörleifur Guttormsson. Öðrum þótti einsýnt að samþykkja frv. eins og það liggur fyrir.