18.12.1985
Efri deild: 38. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1864 í B-deild Alþingistíðinda. (1574)

194. mál, nefnd til að kanna viðskipti Útvegsbanka Íslands og Hafskips hf.

Ragnar Arnalds:

Virðulegi forseti. Ég ítreka afstöðu okkar Alþýðubandalagsmanna til þessa máls. Við teljum nauðsynlegt að Alþingi hafi eftirlit með þessari rannsókn og fái að fylgjast með henni og við teljum mjög miður að ekki skuli fallist á tillögu okkar þess efnis. En við viljum hins vegar ekki standa í vegi fyrir því að þessi áform um rannsókn fari fram og af þessari ástæðu segi ég já.