19.12.1985
Efri deild: 40. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1925 í B-deild Alþingistíðinda. (1627)

145. mál, stjórn fiskveiða

Ragnar Arnalds:

Ég álít óhjákvæmilegt að takmarka sókn í fiskistofna með hámarksafla en ég get ekki fallist á að það sé gert með þeirri aðferð sem hér er gerð tillaga um, þessari sérkennilegu blöndu af einræðisvaldi ráðherra og kvótakerfi sem byggist á veiðiláni einhverra skipshafna á undanförnum árum, oft allt annarra skipshafna en nú eru á skipunum. Ég álít þetta kerfi ósanngjarnt og undrast stórum að því skuli enn vera gefið líf. Að öðru leyti vísa ég til ítarlegra röksemda hv. þm. Skúla Alexanderssonar gegn þessu frv. Ég segi nei.