19.12.1985
Neðri deild: 42. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2002 í B-deild Alþingistíðinda. (1710)

194. mál, nefnd til að kanna viðskipti Útvegsbanka Íslands og Hafskips hf.

Guðrún Agnarsdóttir:

Herra forseti. Þar sem felld hefur verið brtt. mín og hv. þm. Kristínar Halldórsdóttur á þskj. 398 svo og svipuð brtt. á þskj. 397 hefur því verið hafnað að Alþingi fái aðild að rannsókn þessa máls, jafnvel óbeina aðild. Það álít ég mjög miður. Þrátt fyrir það að þetta stjfrv. hafi tekið nokkrum umbótum í meðferð þingsins og ég fagni því að rannsókn málsins skuli fara fram og vantreysti í sjálfu sér engum sem að því á að standa, þá uni ég því ekki að eftirlitshlutverki Alþingis skuli svo misboðið og það sniðgengið. Finnst mér í reynd virðingu Alþingis misboðið. Ég get því ekki stutt það stjfrv. sem hér er borið undir atkvæði og mun því ekki greiða því atkvæði mitt. Virðing Alþingis er ekki síst fólgin í sjálfsvirðingu þeirra alþm. sem hér sitja og þeirri virðingu og því trausti sem þeir sýna hver öðrum.