20.12.1985
Sameinað þing: 34. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2044 í B-deild Alþingistíðinda. (1742)

1. mál, fjárlög 1986

Menntmrh. (Sverrir Hermannsson):

Herra forseti. Hv. 3. þm. Vestf. orðfærði í upphafi ræðu sinnar ástand skólamála á Ísafirði. Ég skal af hreinskilni játa að fyllstu upplýsingar um stöðu þessa máls bárust mér ekki í hendur fyrr en í gærmorgun snemmendis þannig að ég hafði ekki gert mér grein fyrir stöðu málsins eins og ég segi. Höfuðgalli málsins virðist mér sá í fljótu bragði að ráðuneytið hafi ekki upphaflega gert tillögur, samkvæmt yfirlýsingum sínum, samningum og loforðum til fjárlagagerðar. Ég hef hafið viðræður, lauslegar enn, við fjmrh. um málið og mun reyna að finna lausn á því.