21.12.1985
Sameinað þing: 35. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2091 í B-deild Alþingistíðinda. (1756)

1. mál, fjárlög 1986

Pálmi Jónsson:

Herra forseti. Þessa till. hv. þm. Sighvats Björgvinssonar og fleiri Alþýðuflokksmanna og aðrar brtt. sömu hv. þm. Alþfl. sem á eftir fylgja er að mínum dómi ekki fært að líta á sem venjulegar brtt. við fjárlög. Hér er um eins konar hugmyndasafn að ræða sem bersýnilega er flaustrað í tillöguform. Allir sjá að ekki er hægt að fella niður eða steypa saman stofnunum með breytingum á fjárlögum eða ákveða með fjárlagaafgreiðslu að breyta stofnunum ríkisins í sjálfseignarstofnanir. Slíkt og þvílíkt tæki langan tíma og kostaði verulegan undirbúning ásamt breytingum á löggjöf áður en fært væri að breyta með fjárlagaafgreiðslu. Tillögur Alþfl. um þessi efni eru því ekki tímamótaverk, eins og gefið hefur verið í skyn af hans hálfu, heldur ómerkilegt sýndarplagg. Ég segi nei.