21.12.1985
Sameinað þing: 35. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2094 í B-deild Alþingistíðinda. (1767)

1. mál, fjárlög 1986

Menntmrh. (Sverrir Hermannsson):

Herra forseti. Stefna mín í þessu máli haggast nú lítið þótt felldar séu sýndartillögur á hinu háa Alþingi. Miðað við það verðlag sem hefur verið reiknað ætla menn að til þessara þarfa muni þurfa um 360 millj. kr. Þetta smáræði hv. þm., sem er nú stórtækur á öðrum sviðum sýnist mér í tillögugerð, segir lítið til þeirra þarfa. Ég segi nei.