21.12.1985
Sameinað þing: 35. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2101 í B-deild Alþingistíðinda. (1792)

1. mál, fjárlög 1986

Ragnar Arnalds:

Herra forseti. Hér er verið að skattleggja landsmenn um 188 millj. Að viðbættum söluskatti gerir skattlagningin alls 235 millj. og gerist í gegnum bókhald Pósts og síma. Þótt þessi skattlagningaraðferð sé vissulega mjög frumleg er hún fyrst og fremst býsna lúmsk og lýsir vel hugarfari manna sem ekki þora að ganga beint að skattgreiðendum með skattahækkanir sínar heldur reyna að fela skattaálögur sínar. Ég segi því nei.