27.01.1986
Sameinað þing: 36. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2117 í B-deild Alþingistíðinda. (1845)

Tilkynning frá forsætisráðherra um breytingar á ríkisstjórninni

Stefán Benediktsson:

Herra forseti. Vegna þeirra orðaskipta sem urðu milli hæstv. forseta og 3. þm. Reykv. um það hvort almenn stjórnmálaumræða ætti að fara fram í dag eða á morgun vildi ég gjarnan beina þeirri fyrirspurn til forseta hvort ég megi skilja hans orð þannig að það fari fram á morgun almenn stjórnmálaumræða frá og með kl. 2 - eða hvenær ætlar hann sér að tímasetja þá umræðu? Ég spyr að gefnu tilefni vegna þess að ef þessi almenna stjórnmálaumræða yrði tímasett einhvern tímann síðla dags sé ég ekki hvers vegna við ættum að sleppa því tækifæri að hafa þessa almennu stjórnmálaumræðu í dag í krafti málfrelsis sem gildir á þingi enn, að því ég trúi. Ég vildi þess vegna fá um þetta skýr svör frá hæstv. forseta.