27.01.1986
Sameinað þing: 36. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2119 í B-deild Alþingistíðinda. (1851)

Tilkynning frá forsætisráðherra um breytingar á ríkisstjórninni

Utanrrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Ég leyfi mér að nota þetta tækifæri til að þakka hv. þingmönnum, sem upp hafa komið, fyrir árnaðaróskir til mín í tilefni þess að ég hef tekið við embætti utanrrh., en hæstv. forsrh. hefur áður gert grein fyrir að óbreytt er stefna ríkisstj. þó um mannaskipti sé að ræða. Ég vil taka það fram að þrátt fyrir skiptar skoðanir og mismunandi sjónarmið óska ég hér eftir sem hingað til eftir góðu samstarfi við allan þingheim og veit ég að svo muni verða. Ég leyfi mér að taka undir orð þeirra sem hér hafa talað og flutt fyrrv. hæstv. utanrrh. þakkir fyrir hans störf í þessu embætti. Ég veit að undir það tekur þingheimur allur.