04.02.1986
Sameinað þing: 40. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2303 í B-deild Alþingistíðinda. (1937)

183. mál, eiginfjárstaða ríkisbankanna

Iðnrh. (Albert Guðmundsson):

Ég veit nú ekki, virðulegur forseti, hvort ég kemst yfir það sem ég þarf að segja með örstuttri athugasemd, en ég mun tala mjög stutt. (Forseti: Það skal tekið fram að ekki er leyfilegt að gera nema örstutta athugasemd. Ef við ætlum að reyna að halda þessum umræðum innan þeirra marka sem þingsköp gera ráð fyrir þurfum við að leitast við að halda okkur innan við það.) Ég tel að það sem fram hefur komið, virðulegur forseti, í fréttamiðlum, ríkisfréttamiðlum, um starfsemi og stöðu ríkisbankanna sé það alvarlegt mál að það þurfi meira en örstutta athugasemd. En ég virði ákvörðun forseta og segi því ekkert þó hann taki af mér málfrelsi á þennan hátt, á löglegan hátt.