11.02.1986
Sameinað þing: 45. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2490 í B-deild Alþingistíðinda. (2083)

189. mál, afstaða Íslands til stöðvunar kjarnorkuvígbúnaðar

Utanrrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Hv. 3. landsk. þm. beindi til mín áðan tveim fsp. sem mér láðist að svara.

Í sambandi við eftirlitið held ég að það liggi í því að krafan um fullkomið eftirlit hefur ekki verið tekin til greina þegar reynt hefur verið að fá breytingar á þeirri tillögu sem við hér höfum verið að ræða um, Svíþjóðar og Mexíkó, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hvað snertir samanburð á því eftirliti sem þm. vék að áðan er ég ekki reiðubúinn að svara því hér á stundinni þar sem ég hef ekki haft aðstöðu til að bera það saman.

Í sambandi við atkvæðagreiðsluna met ég svo að sundurskilja fyrri hluta og síðari hluta geti ekki efnislega átt sér stað. Þess vegna hafi ekki fyrri hluti verið borinn upp og síðari hlutinn svo sérstaklega. Ég hlýt að meta það svo. Ég hef hins vegar ekki haft tækifæri til að athuga sérstaklega hvort um slíkt hefur verið beðið.

Umr. (atkvgr.) frestað.