11.02.1986
Sameinað þing: 45. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2498 í B-deild Alþingistíðinda. (2090)

235. mál, loðdýrarækt

Flm. (Björn Dagbjartsson):

Herra forseti. Aðeins nokkur orð. Ég þarf í raun og veru held ég í engu að svara því sem hér hefur komið fram. Ég vil aðeins þakka góðar undirtektir.

Í sambandi við það sem hv. 3. þm. Norðurl. e. sagði um fóðurkostnað er mér því miður kunnugt um að hann er til yfir 50%, en auðvitað á hann ekki að vera það, þar er ég innilega sammála honum. Hann má ekki vera svo mikill. Á þeim stöðum sem næst standa góðum fóðurstöðvum er hann töluvert lægri. Það er auðvitað það sem við þurfum að stefna að.

Það er alveg laukrétt, sem hv. 11. landsk. þm. sagði, að það er dregið úr hefðbundnum búskap með skipulögðum hætti. Þess vegna hefðum við átt að vera tilbúnir með skipulegar aðgerðir í því sem við tæki. Það er einmitt meiningin með þessari till. og ég get tekið undir það með hv. þm. Helga Seljan að við verðum bara að vona að það sé ekki of seint.

Umr. (atkvgr.) frestað.