11.02.1986
Efri deild: 47. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2505 í B-deild Alþingistíðinda. (2099)

248. mál, póstlög

Kolbrún Jónsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Mér finnst gott að fá það fram á hv. Alþingi að það á ekki að fara að þrengja þá þjónustu sem fer fram í dag. Mér er fullkunnugt um hvernig þessi þjónusta fer fram. En til hvers erum við að setja lagabókstaf ef ekki á að fara eftir honum? Mér finnst mjög gott að heyra það hér úr ræðustól frá hv. 5. landsk. þm. að það sé bara allt í lagi með þetta því að ekki er farið eftir þessum lagabókstaf.

Mér er fullkunnugt um að það er farið með bréf hér á milli staða bæði með rútu og flugvélum. Og mér þætti ansi hart ef ætti að breyta því á einhvern hátt. En hér stöndum við sem sagt frammi fyrir því að þetta er bara ágætisfrumvarp því að það á ekkert að fara eftir því.