13.02.1986
Sameinað þing: 47. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2566 í B-deild Alþingistíðinda. (2150)

261. mál, afplánun dóma vegna fíkniefnabrota

Flm. (Kjartan Jóhannsson):

Herra forseti. Ég vil einungis þakka þær undirtektir og ábendingar sem hér hafa komið fram hjá þeim hv. þm. sem til máls hafa tekið, líka varðandi nauðsyn þess að menn verði ekki að bíða lon og don eftir dómum og séu síðan allt aðrir menn þegar að því kemur að afplána dóminn.

þáltill. sem ég hef hér mælt fyrir er orðuð eins og hún er orðuð vegna þess að ég tel að við Íslendingar, Alþingi, löggjafinn hafi þegar gert ráðstafanir til að leitast við að flýta dómsmeðferð mála af þessu tagi með því að setja upp sérstakan dómstól. Alvarlegasta brotalömin er hins vegar í afplánuninni sjálfri. Þess vegna tekur till. einungis til þess.

En ég þakka þann stuðning sem hér hefur komið fram og þær ábendingar og annan rökstuðning sem hér hefur birst í ræðum þm.

Umr. (atkvgr.) frestað.