17.02.1986
Efri deild: 48. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2586 í B-deild Alþingistíðinda. (2169)

265. mál, verslun ríkisins með áfengi

Flm. (Karl Steinar Guðnason):

Virðulegi forseti. Ég endurflyt hér frv. sem var samþykkt í hv. Ed. á síðasta þingi en náði ekki afgreiðslu vegna anna í Nd.

Í grg. frv. eru færð rök fyrir því hvers vegna beri að afnema einokun á því er frv. fjallar um og bent á hversu langt menn seilast í því að hafa í frammi einokun í þjóðfélaginu.

Ég vænti þess að hv. deild samþykki frv. eins og hún gerði á síðasta þingi og það nái fullnaðarafgreiðslu áður en þingi lýkur og verði skref í átt til aukins frelsis í viðskiptaháttum okkar Íslendinga.