18.02.1986
Sameinað þing: 48. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2607 í B-deild Alþingistíðinda. (2207)

266. mál, stálbræðsla

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það er ástæða til að vekja athygli á því að hv. 3. þm. Norðurl. v. hafði rétt til þess að gera örstutta athugasemd samkvæmt þingsköpum. Þm. hefur skorað á fyrrv. iðnrh. að tala í þessu máli og gera grein fyrir málinu og hv. þm. sagði að ráðherrann hlyti að hafa rétt til þess. Það skal tekið fram að samkvæmt þingsköpum hefur ráðherrann ekki rétt til þess. Ráðherrann hefur rétt til þess að gera örstutta athugasemd ef hann óskar. En því sem hér er sagt er ekki sérstaklega beint til hv. 3. þm. Norðurl. v., heldur er það almenn undirstrikun á því að við leitumst við að fylgja hinum nýju þingsköpum til þess að við njótum þess hagræðis sem þau gera ráð fyrir við afgreiðslu fyrirspurna.