18.02.1986
Sameinað þing: 49. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2610 í B-deild Alþingistíðinda. (2216)

Um þingsköp

Ragnar Arnalds:

Herra forseti. Hæstv. forseti hefur misskilið mig allhrapallega ef hann heldur að ég sé að andmæla og spyrjast fyrir um þessa utandagskrárumræðu vegna þess að fyrirspyrjandi sé stjórnarliði. Svo er ekki. Ég skaut því hins vegar að í framhjáhlaupi að það vildi svo merkilega til að fyrirspyrjandi væri einn af þeim sem bæri ábyrgð á því hvernig komið er í þessum málum. Það er allt annað mál.

Ég vildi hins vegar vekja athygli á þessum óvenjulegum vinnubrögðum og ég vildi um leið spyrja hæstv. landbrh. hvað liði hinu raunverulega svari við fsp. sem við höfum borið fram og vek á því athygli að við höfum ekki heyrt svör hans enn.

Að öðru leyti þýðir ekki að deila við dómarann heldur verður að una niðurstöðu hans. En að sjálfsögðu munum við taka fullan þátt í þeirri umræðu sem hér fer fram.