18.02.1986
Sameinað þing: 49. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2610 í B-deild Alþingistíðinda. (2218)

Um þingsköp

Landbrh. (Jón Helgason):

Herra forseti. Hv. 3. þm. Norðurl. v. spurðist fyrir um hvenær von væri á skýrslu sem þm. Alþb. hafa óskað eftir um fullvirðismörk í landbúnaði. Eins og hv. 3. þm. Norðurl. v. veit er þetta mjög sundurliðuð beiðni þannig að spurst er fyrir um ákaflega marga þætti. Það eru aðeins fáir dagar síðan þessi beiðni kom fram og svar við sumum spurningunum liggur alls ekki fyrir í dag. Ég þori því ekki að dagsetja hvenær skýrslan mun liggja fyrir, en ég óskaði eftir því að þegar í stað yrði hafin vinna við að afla þessara upplýsinga sem vissulega eru mjög gagnlegar að ég held fyrir marga aðila efnum hefur ekki verið svo vafningalaust sem skyldi. Ég held að það sé óhjákvæmilegt að hæstv. forseti fari yfir það með formönnum þingflokkanna hið fyrsta hvernig beri að túlka reglur um þessi mál, hvað er vafningalaust og hvað ekki. Ég fer fram á það við hæstv. forseta að hann reyr.i að skýra það bæði fyrir sér og þingheimi betur en mér sýnist hafa tekist á þessum fundi.