18.02.1986
Sameinað þing: 49. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2611 í B-deild Alþingistíðinda. (2222)

Um þingsköp

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Hér er greinilega talsvert mikið mál á ferðinni og svar forseta í þessum efnum hefur ekki verið svo vafningalaust sem skyldi. Ég held að það sé óhjákvæmilegt að hæstv. forseti fari yfir það með formönnum þingflokkanna hið fyrsta hvernig beri að túlka reglur um þessi mál, hvað er vafningalaust og hvað ekki. Ég fer fram á það við hæstv. forseta að hann reyni að skýra það bæði fyrir sér og þingheimi betur en mér sýnist hafa tekist á þessum fundi.