18.02.1986
Sameinað þing: 49. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2629 í B-deild Alþingistíðinda. (2249)

Búmark í mjólkurframleiðslu

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég nam það rétt hjá hv. 5. þm. Austurl. að hann talaði um löghlýðnasta hópinn. En hitt vil ég fræða hann um, að þó að búmarkið hefði ekkert hækkað og allir haldið sér innan þess, eins og það var áður en aukningin varð um 10%, þá væri það miklu meiri framleiðsla en sú sem nokkrar líkur eru á að hefði orðið í þessu landi þó að engin lög hefðu verið sett. Svo fjarri var búmarkið þeim veruleika sem við var að glíma í þessum efnum. (HG: Ekki alls staðar.) Þetta hefði verið jákvætt að hefði verið á hreinu hvað sem þykkt á höfuðskeljum líður.