25.02.1986
Sameinað þing: 51. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2743 í B-deild Alþingistíðinda. (2333)

279. mál, kaup ríkissjóðs á húseign í Borgarnesi

Fyrirspyrjandi (Eiður Guðnason):

Herra forseti. Ég hef á þskj. 515 leyft mér að bera fram fsp. til hæstv. fjmrh. um kaup ríkissjóðs á tiltekinni húseign í Borgarnesi. Fsp. er í sjö liðum, þ.e.

1. Hvenær var gengið frá kaupum ríkissjóðs á þessari fasteign, Dílahæð 3, handa heilsugæslulækni í Borgarnesi?

2. Hver tók ákvörðun um kaup ríkissjóðs á þessari eign?

3. Hvenær var heimild til kaupanna veitt?

4. Var auglýst eftir húsi fyrir heilsugæslulækni í Borgarnesi?

5. Var kannað með einhverjum hætti hvort til sölu væru aðrar fasteignir en Dílahæð 3 í Borgarnesi er betur kynnu að henta í þessu augnamiði?

6. Hvert var kaupverð fasteignarinnar Dílahæð 3 og hverjir greiðsluskilmálar?

7. Er kaupverð eðlilegt, svo og greiðsluskilmálar, að mati fjmrh. miðað við markaðsverð sambærilegra fasteigna í Borgarnesi að undanförnu?