25.02.1986
Sameinað þing: 51. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2760 í B-deild Alþingistíðinda. (2359)

251. mál, stofnun húsfélaga

Fyrirspyrjandi (Stefán Benediktsson):

Ég vil aftur þakka hæstv. ráðherra fyrir þau orð sem hann mælti hér en ég leyfi mér þó að spyrja þeirrar einu stuttu spurningar í framhaldi af orðum hans þar sem hann talaði um að láta gera upp eignir félagsmanna. (Forseti: Má ég biðja hv. ræðumann að gefa forseta hljóð augnablik. Það skal tekið fram að gefnu tilefni að það getur naumast talist vera við hæfi að leggja fram spurningar fyrir ráðherra eða aðra þingmenn sem hafa ekki rétt til þess að tala skv. þingsköpum því að ráðherra hefur þegar talað tvisvar.) Herra forseti. Ég býst við að hæstv. ráðherra geti nýtt sér þann rétt sem við allir höfum til þess að gera örstutta athugasemd vegna athugasemdar. Er það ætlan ráðherrans að menn geri upp eignir Byggingarfélags verkamanna til jafnlengdar þess tíma sem þetta félag hefur verið til?